3.8.2006 18:19

Fimmtudagur, 03. 08. 06.

Rikke Hvilshöj, innflytjenda- og flóttamannaráðherra Danmerkur, var ásamt embættismönnum úr ráðuneyti sínu gestur minn í dag og fórum við í útlendingastofnun, síðan til Reykjanesbæjar og fræddumst um málefni hælisleitenda og aðlögun flóttamanna að nýju lífi. Þá fórum við í flugstöð Leifs Eiríkssonar og kynntumst Schengen- eftirtlitskerfinu þar. Ferðinni lukum við síðan í Fræðasetrinu í Sandgerði.