28.7.2006 11:39

Föstudagur, 28. 07. 06.

Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, ritar grein um málfeni lögreglunnar í Morgunblaðið í dag og hefst hún á þessum orðum:

„Síðastliðið ár hefur umræða um málefni lögreglu verið afar áberandi í fjölmiðlum landsins. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þeirri miklu umfjöllun enda ýmsir fróðir menn sem hafa af mikilli þekkingu sett fram mikilvæg sjónarmið um umræðuefnið. Það sem hefur hins vegar skemmt faglega og fræðilega umfjöllun eru fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga sem hafa tjáð sig fjálglega um hinar ýmsu hliðar málefnanna og kastað fram fullyrðingum sem komið hafa í veg fyrir heilbrigðar og eðlilegar umræður um hvað bæta megi í umhverfi lögreglu. Að mati undirritaðs er algengara en ekki að umfjöllun um málefni lögreglu einkennist af lélegum og ómálefnalegum málflutningi.“

Rökstyður Páll þessa skoðun sína með því að taka dæmi um fimm umræðuefni: öryggislögreglu í framhaldi af matsskýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir, stækkun sérsveitar lögreglunnar, stækkun lögregluumdæma, löggæslu við Kárahnjúka og Baugsmálið.