27.7.2006 21:55

Fimmtudagur, 27. 07. 06.

Fór til Guðlaugs Jónssonar í hársnyrtistofunni Nikk við Kirkjutorg kl. 14.00 í síðasta sinn á þessum stað, en húsnæði stofunnar hefur verið selt og lokar Guðlaugur henni 1. ágúst og lýkur þar með 105 ára starfrækslu rakarastofu við Kirkjutorg. Ég hef verið meðal viðskiptavina stofunnar frá barnæsku með stuttu hléi og hjá Guðlaugi í um fjóra áratugi. 

Þegar ég kom til Guðlaugs var Sverrir Þórðarson, gamall samstarfsmaður minn af Morgunblaðinu, að spjalla við hann en við Sverrir höfum helst hist þarna síðan við hættum að starfa saman og hann varð eftirlaunamaður. Það er alltaf jafnánægjulegt að hitta Sverri og ræða málin við hann. Taldi hann þetta gott sumar, þar sem marga góða golfdaga hefði gefið.