24.7.2006 21:17

Mánudagur, 24. 07. 06.

Sat ráðherrafund í samsettu Schengen-nefndinni í húsakynnum ráðherraráðsins í Brussel og var rætt um stækkun Schengen-svæðisins og hvenær borgarar nýju ríkjanna gætu ferðast hindrunarlaust um svæðið og jafnframt var fjallað um nýjar aðgerðir til að verja Schengen-landamærin.