21.7.2006 23:42

Föstudagur, 21. 07. 06.

Ók síðdegis í Skálholt og tók þar þátt í katólskri messu hjá Jóahnnesi Gijsen Reykjavíkurbiskupi klukkan 18.00. Án þess að ég geti borið ábyrgð á réttmæti þess, var mér sagt, að þetta væri önnur katólska messan í Skálholti frá siðaskiptum.

Átökin um það hvort Samfylkingin eigi að lýsa yfir vilja til að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn halda áfram á síðum Morgunblaðsins og í dag er það Ingólfur Margeirsson sagnfræðingur, sem gengur fram á ritvöllinn og segir meðal annars:

„Björgvin G. Sigurðsson styður greinilega fyrri kostinn (það er að vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum) og kannski sækist hann eftir því að hasla sér völl í forystu vinstri sósíalista innan Samfylkingarinnar, allt að því fast að VG? Kannski stefnir hann á formannsstöðu í Samfylkingunni með stuðningi úr þeirri átt? Það er ekki svo galin stríðsáætlun með stuðningi gamalla alþýðubandalagsmanna, þjóðvakafólks og stuðningsmanna Samtaka um kvennalista. Að vísu talar Björgvin mærðarlega um að Samfylkingin myndi stóra breiðfylkingu jafnaðarstefnunnar. En er hægt að halda því fram í alvöru, að Sjálfstæðisflokkurinn í dag berjist ekki fyrir jafnaðarstefnu?“

Úr því að Björgvin telur mig hafa verið með „yfirgang og bulluhátt“ í hugleiðingum mínum um afstöðu hans í þessu máli - hvað skyldi hann þá segja um þessa hugleiðingu Ingólfs Margeirssonar? Hvaða illa ígrundaða og dónalega dembu skyldi Ingólfgur fá frá Björgvini ?

David Rennie, Brussel-fréttaritari, breska blaðsins The Daily Telegraph, tók við mig viðtal mánudaginn 17. júlí og birtir grein í blaðinu í dag um varnarmál Íslands.

Með greininni fylgir listi yfir ríki án hervarna:

Haiti (Pop: 8,528,000) - Disbanded in June 1995, but rebels have demanded its re-establishment.

Costa Rica (4,401,000) - The constitution has forbidden a standing military in times of peace since 1949. Panama (3,232,000) - Abolished its army in 1990, confirmed by a parliamentary unanimous vote for constitutional change.

Mauritius (1,245,000) - A multicultural country without an army since 1968.

Solomon Islands (478,000) - Has known a heavy ethnic conflict between 1998 and 2006, in which Australia and other Pacific countries finally intervened to restore peace and order.

Iceland (297,139) - No standing army, but is a member of Nato.

Maldives (297,000) - Has had no army since its independence on 1965.

Micronesia (110,000) - Defence is the responsibility of the United States.

Monaco (35,656) - Renounced its military investment in the 17th century because the expansion of ranges of artillery had rendered it defenceless.

Vatican City (783) - The largely ceremonial Swiss Guard acts as a security police force.