28.6.2006 22:37

Miðvikudagur, 28. 06. 06.

Evrópunefnd hélt ráðstefnu um EES-samninginn og framtíð hans í Súlnasal Hótel Sögu og setti ég hana kl. 08.45 en Össur Skarphéðinsson stjórnaði henni. Lauk ráðstefnunni, sem var vel sótt, með hádegisverði. Ræðumenn voru frá EFTA, Liechtenstein, Noregi og Sviss.

Klukkan 16.00 vorum við Össur í síðdegisútvarpi rásar 2 og ræddum um ráðstefnuna og stefnu Íslands í Evrópumálum.