22.6.2006 19:00

Fimmtudagur, 22. 06. 06.

Hitti lækna að nýju á Akershus Universitetssykehus um morguninn, en þeir létu rannasaka mig enn frekar í alls kyns tækjum. Rannsóknirnar leiddu ekki neitt í ljós, sem benti til truflana á hjarta eða blóðstreymi til heila. Klukkan 14.00 var ég útskrifaður, enn dálítið valtur á fótum og máttfarinn eftir fallið. Tókum Flugleiðavél heim beint frá Ósló klukkan 22.30 og lentum hér klukkan 23.00 á íslenskan tíma.