21.6.2006 18:54

Miðvikudagur, 21. 06. 06.

Héldum frá Stavanger klukkan 11.00 og lentum í Ósló um 50 mínútum síðar. Þegar ég gekk þar út úr flugvélinni, hné ég niður, án þess að missa meðvitund. Var kallað á sjúkralið og síðan sjúkrabíl og faið með mig á næstu læknavakt, þar sem ég var skoðaður, án þess að nokkur skýring fyndist. Læknirinn ákvað að senda mig í frekari skoðun á Akershus Universtitetssykehus. Beið ég í nokkra tíma á bráðavaktinni og var síðan skoðaður aftur rækilega, án þess að nokkuð fyndist. Þá var ákveðið, að ég skyldi rannsakaður enn frekar og ég skyldi vera á sjúkrahúsinu um nóttina.