20.6.2006 18:47

Þriðjudagur, 20. 06. 06.

Dómsmálaráðherrafundur Norðurlanda hófst klukkan 09.00 í Utstein klaustri, þar sem Haraldur háragri dvaldist forðum og Magnús lagabætir, áður en hann varð Noregskonungur 1263. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendi út fréttatilkynningu um fundinn.

Síðdegis var siglt inn Lysefjorden og síðan var kvöldverður í Utstein klaustri.