19.6.2006 18:31

Mánudagur, 19. 06. 06.

Flugum kl. 07.50 til Ósló og þaðan áfram til Stavanger og vorum komin þangað um 15.30 að norskum tíma. Hittum í flugvélinni frá Ósló dómsmálaráðherra Noregs og Svíþjóðar og héldum með þeim til Utstein hótel í um 40 mínútna fjarlægð frá Stavanger. Ókum síðan aftur til bæjarins og þar var efnt til blaðamannafundar okkar ráðherranna, auk þess við skoðuðum hjarta borgarinnar og síðan olíuminjasafnið.