4.6.2006 0:07

Sunnudagur, 04. 06. 06.

Naut þess að vera úti við allan daginn sinna þeim störfum, sem þarf að vinna á þessum árstíma í sveitinni.

Össur hefur loks sagt álit sitt á úrslitum sveitarstjórnarkosninganna á vefsíðu sinni og honum þykir miður, hve hlutur Samfylkingarinnar er rýr. Stangast álit hans á við mat Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, sem skrifaði um það, að Samfylkingin hefði víða náð góðum árangri í kosningunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skellir skuldinni á innviði flokksins og stjórn þeirra, sem hefur frá áramótum verið í höndum Skúla Helgasonar  og á sínum tíma fagnaði formaðurinn komu hans sérstaklega og taldi til marks um upphaf nýrri og betri tíma.