14.5.2006 21:59

Sunnudagur, 14. 05. 06.

Gleðilegt var að heyra féttina um, að Þjóðminjasafnið sé eitt þriggja safna, sem Evrópuráð safna heiðrar í ár fyrir framsúrskarandi sýningu. Viðurkenningin staðfestir enn, hve vel tókst til við endurreisn safnsins. Það var eitt helsta árásarefni pólitískra andstæðinga minna á mig sem menntamálaráðherra, að safninu skyldi lokað í nokkur ár, svo að húsakostur þess yrði gerður sem best úr garði auk þess sem sérstaklega skyldi vandað til nýrrar sýningar safnsins og allir munir þess skráðir og forvarðir.

Ég óska Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði og samstarfsfólki hennar innilega til hamingju.