9.5.2006 22:04

Þriðjudagur, 09. 05. 06.

Andmæli Baugsmanna vegna þess að sagt er frá Baugsmálinu í Kastljósi, eins og gert var í gær og að nýju í kvöld, koma mér ekki á óvart í ljósi þess, hve þeim hefur verið mikið kappsmál að hindra, að ég geti skrifað um Baugsmiðlana eða sagt skoðun mína á mönnum og málefnum, þar á meðal Baugsmönnum. Ákærur og málaferli vegna þeirra, sem ég hef ekki rætt á neinn hátt efnislega, áttu að leiða til þess að mati málsvara Baugs, að ég mætti ekki ræða um neitt, sem snertir þetta risavaxna fyrirtæki.

Það sem kemur á óvart er, að fjölmiðlaumræður af hálfu Baugsmanna séu svo miklar, því að fyrir ekki svo löngu virtist sú lína hafa verið lögð af forstjóra Baugs, að málið skyldi ekki rekið í fjölmiðlum.