4.5.2006 0:46

Miðvikudagur, 03. 05. 06.

Hlaut í dag þann heiður að vera sæmdur gullmerki Landssambands lögreglumanna nr. 8 „fyrir frábær störf í þágu lögreglumanna“ fyrstur manna utan raða lögreglunnar. Þykir mér þetta góð og mikil viðurkenning. Þetta gerðist á þingi Landssambands lögreglumanna, sem haldið var í Munaðarnesi. Þar flutti ég ræðu klukkan 18.00 og sat síðan kvöldverð þingfulltrúa, þar sem okkur Óskari Bjartmarz, yfirlögregluþjóni og fyrrverandi formanni landssambandsins voru veitt gullmerkin auk þess sem félagsmenn voru heiðraðir með brons og silfurmerkjum.

Klukkan 09.00 flutti ég setningarræðu á norrænni björgunarráðstefnu á hótel Loftleiðum.

Í hádegi var 30. fundur Evrópunefndar.