30.4.2006 18:22

Sunnudagur, 30. 04. 06.

Skálholtskvartettinn hélt klukkan 17.00 tónleika í klausturkirkjunni í Messey, smábæ milli Vierzon og Bourges, og voru um 300 manns í þéttsetinni kirkjunni og fögnuðu kvartettinum með innilegu lófataki. Síðan var opnuð sýning á íkonum og trúarlegum mósaíkmyndum en þar mælti Tómas Ingi Olrich, sendiherra í Frakklandi, nokkur orð fyrir hönd íslensku þátttakendanna í þessum hátíðarhöldum.