28.4.2006 18:07

Föstudagur, 28. 04. 06.

Fór með lest klukkan 12.50 til Vierzon um 200 km beint í suður af París og þaðan til smábæjarins Meneau, þar sem Skálholtskvartettinn var að æfa í Les Murs, sveitasetri Jaap Schröder fiðluleikara en auk hans eru Rut, kona mín í kvartettinum, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, og Sigurður Halldórsson, sellóleikari, í kvartettinum.