23.4.2006 22:21

Sunnudagur, 23. 04. 06.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar kynntu í dag stefnu sína í málefnum fjölskyldu og skóla. Stefnan er samhljóma málflutningi okkar í borgarstjórn á þessu kjörtímabili og einkennist af viðleitni til að skapa borgurum val í stað þess, að þeim sé skammtað eitthvað af yfirvöldum eins og vinstrisinnum er svo tamt að gera, enda telja þeir sig margir hverjir vita betur, hvað einstaklingnum sé fyrir bestu heldur en einstaklingurinn sjálfur.

Stefnan skiptist í fjóra meginþætti:

  • Tími til að tryggja val um örugga vistun frá því fæðingarorlofi lýkur.
  • Tími til að tryggja börnum okkar betri menntun.
  • Tími til að samræma skólanám barna og íþrótta- og tómstundastarf.
  • Tími til að tryggja fjölskyldum fyrsta flokks borgarumhverfi.
  • Auðvelt er að kynna sér hana á vefsíðunni www.betriborg.is