Sunnudagur, 16. 04. 06.
Síðasti Dublin-dagur að þessu sinni. Fórum niður í miðborgina og fylgdumst í tæpa tvo tíma með hersýningu í tilefni af 90 ára afmæli páskauppreisnarinnar 1916. Skoðuðum einnig kirkju heilags Patreks.
Haldið heim til Íslands klukkan 19.30 og lent 20.50 á íslenskum tíma á Keflavíkurflugvelli eftir 2.20 klst. flug.