13.4.2006 18:21

Fimmtudagur, 13. 04. 06.

Flugum klukkan rúmlega níu í morgun frá Keflavík til Dublin ásamt fjölda annarra íslenskra ferðalanga í vél Loftleiða - flugið sjálft tók ekki nema 1.45 klst. - en tæknilegar tafir urðu á brottför og við þurftum að vera í biðflugi við Dublin, svo að í allt tók ferðin um 2.30 klst.

Ég hef aldrei komið til Dublin áður. Í dag fórum við í skoðunarferð í opnum tveggja hæða strætisvagni og sáum hið merkasta í borginni - það var heldur svalt að sitja á efri hæð vagnsins og hér er óvenjulega kalt miðað við árstíma, en þurrt og bjart.

Spurt hefur verið oftar en einu sinni undanfarin misseri og ekki síst undanfarna daga: Hvaða ógn steðjar að Íslandi? Hverjum dettur í hug að gera okkur einhvern óleik? Hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til öryggisráðstafana í þessu friðsæla landi? Eru ekki öryggisráðstafanir frekar til þess fallnar að kalla á árás - gera okkur að skotmarki?

Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að tryggja öryggi sitt á fleiri sviðum en áður og ekki aðeins með varnarsamningi. Við verðum til dæmis að verja opið hagkerfi okkar á tímum alþjóðavæðingar á annan hátt en áður. Í því efni getum við ekki treyst á aðra og einkavæddir bankar með viðskipti um allar jaðrir verða að hafa varnaráætlanir á takteinum, sem taka mið af umsvifum þeirra.

Hver hefði spáð því, að olíusjóður Norðmanna mundi taka fjandsamlega stöðu gagnvart íslensku krónunni? Eða að greiningarstjóri Den Danske Bank yrði til þess að mála svörtustu myndina af íslensku bankakerfi? Eða að það yrði talinn veikleiki í íslensku fjármálakerfi, að starfsmenn fjármálaeftitlitsins væru ekki nógu góðir í ensku?

Sá á BBC að Íslendingar eru samkvæmt OECD best nettengda þjóð heims - það er í gegnum háhraðanet. Reuters segir af þessu tilefni:

In Iceland, 26.7 percent of citizens have a subscription to an always-on broadband Internet connection, compared with 25.4 percent in South Korea, 25.3 percent in the Netherlands and 25 percent in Denmark, the Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD) said in a study.

The number of broadband connections in Iceland grew to 78,017 by the end of 2005, from a penetration rate of 18.2 percent a year earlier, when it lagged Korea, the Netherlands and Denmark.

The number of broadband subscriptions throughout the OECD countries grew to 158 million by December 2005 from 136 million six months earlier. This is an average of 13.6 subscribers per 100 inhabitants in the entire OECD.

The United States, with 16.8 percent broadband penetration, counted 49.39 million subscribers in 2005, compared with 22.52 million in Japan which has 17.6 percent penetration.