29.3.2006 11:50

Miðvikudagur, 29. 03. 06.

Nú er að líða að lokadegi til að skila frumvörpum í alþingi til að unnt sé að afgreiða þau án afbrigða á vorþingi - en síðasti skiladagur er 1. apríl. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu í dag frumvörp mín, sem eftir voru, og ég legg fram fyrir 1. apríl. Verða þau væntanlega lögð fram á þingi fimmtudag eða föstudag.

Ýmis mikilvæg mál frá mér bíða afgreiðslu þingsins næstu vikur.