5.3.2006 22:20

Sunnudagur, 05. 03. 06.

Það var kalt í Ósló í dag og gönguferð mín um miðborgina var því skemmri en ég ætlaði, eftir að ég hafði lokið við að skrifa pistilinn minn í morgun.

70 ára afmælishóf Lars Roars Langslets, fyrrverandi menningarmálaráðherra, hófst klukkan 17.00 á þriðju hæð í hótel Continental og vorum við 135, sem þar snæddum saman kvöldverð. Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar fluttu ræður, Kaare Willoch og Kjeld Magne Bondevík, auk þess Aase Kleveland, fyrrverandi menningarmálaráðherra - en Lars Roar var fyrsti menningarmálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Willochs snemma á níunda áratugnum og beitti sér þá fyrir róttækum breytingum á útvarpslögunum og afnám einkaleyfi norska ríkisútvarpsins, NRK. Ég flutti ræðu og kveðju frá íslenskum vinum Lars Roars, sem eru margir.

Síðdegis barst mér hin óvænta fregn um ákvörðun Árna Magnússonar að segja af sér sem félagsmálaráðherra. Við Árni höfum átt ágætt samstarf í ríkisstjórninni og höfum unnið saman að ýmsum verkefnum, sem nú flytjast til Jóns Kristjánssonar.