Mánudagur, 20. 02. 06.
Var á fundum í Brussel fram yfir hádegi með fulltrúum Evrópusambandsins til þess meðal annars að undirbúa ráðstefnur á vegum Evrópunefndar í sumar um EES-samninginn og Schengen-samstarfið.
Sendiráð Íslands er til húsa í hjarta ESB-stjórnarbygginganna og auðvelt á fá fólk úr þeim til fundar við sig - raunar má segja að staðarvalið gæti ekki verið betra með tilliti til þess.
Það vottaði fyrir slyddu í Brussel í dag og mér er sagt, að hér hafi rignt meira og minna frá jólum og eigi að rigna enn út þessa viku.