10.2.2006 23:59

Föstudagur, 10. 02. 06.

Sat 10 ára afmælisráðstefnu Neyðarlínunnar 112 á hótel Loftleiðum, flutti þar ávarp og hlustaði á fróðleg erindi.

Hér eru 96% aðspurðra ánægð með þjónustu 112 en aðeins 0,5% óánægð. Í Finnlandi þekkja um 93% neyðarnúmerið 112 en aðeins 20% að meðaltali í Evrópu og 10% í Belgíu - í þessum löndum hefur neyðarnúmerið ekki verið útfært og kynnt á sama hátt og hér og í Finnlandi.

Eitt er að kynna númerið annað að veita þjónustu á bak við það. Í báðum tilvikum stöndum við Íslendingar okkur vel.