9.1.2006 22:06

Mánudagur, 09. 01. 06.

Hæstiréttur dæmdi í dag í Baugsmálinu, að ég hefði ekki verið vanhæfur til að setja Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara og tók undir með héraðsdómi, að málið væri hæft til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólunum - ég fjalla um málið í pistli mínum frá því í dag.

Ég las á forsíðu vefsíðu Le Figaro í morgun, að easyJet væri að safna liði með stuðningi Goldman Sachs til að verjast fjandsamlegri yfirtöku frá Icelandair.