8.1.2006 16:20

Laugardagur, 07. 01. 06.

Veðrið var allt annað þegar við ókum til Reykjavíkur, þar sem var ættarmót afkomenda afa míns , Björns Jónssonar, og ömmu, Önnu Pálsdóttur, úr móðurætt - Ánananaustafólksins. Var það vel sótt en enn eru þrjú af 13 börnum þeirra á lífi: Auðbjörg, Haraldur og Valdimar.

Ókum síðan aftur austur í Fljótshlíð til að taka þátt í 60 ára afmæli nágranna okkar, Viðars Pálssonar að Hlíðarbóli, sem haldið var með glæsibrag.