21.12.2005 21:24

Miðvikudagur, 20. 12. 05.

Var með viðtöl í morgun eins og venjulega á miðvikudögum og sat síðan fundi fram eftir degi auk þess að svara einhverjum fyrirspurnum fjölmiðlamanna um samkomulagið við Hjördísi Hákonardóttur.

Eins og jafnan þegar kjaradómur birtir ákvarðanir sínar (hann gerði það í gær) um hækkun launa þeirra, sem undir hann falla, verður hvellur, ef mönnum þykir meira en nóg um þær hækkanir, sem ákveðnar eru. Skyldi nokkurn tíma verða unnt að finna gallalaust kerfi til að ákveða kjör þeirra, sem undir dóminn falla?