14.12.2005 0:18

Miðvikudagur, 14. 12. 05.

Var klukkan 12.00 á efri hæð í Sólon Íslandus á fundi hjá Landsambandi sjálfstæðiskvenna og Tikin.is undir stjórn Ástu Möller til að ræða þann kafla í bók Guðna Th. Jóhannessonar Völundarhús valdsins, sem snýst um stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens 8. febrúar 1980.

Mitt sjómarmið vegna bókarinnar ætla ég að ræða nánar síðar. Þarna sagði ég, að allir leikendur í bókinni væru menn, sem ég þekkti á einn eða annan veg. Ég hefði ekki gert mér grein fyrir, að Kristján Eldjárn hefði skráð samtöl vegna stjórnarmyndunar á þann veg, sem hann gerði. Ég hefði rætt við hann í trúnaði. Hann hefði rétt eftir mér.

Þorsteinn Pálsson, sem var í pallborði ásamt mér, og ræddi málið, eftir að Guðni hafði hafið fundinn, sagði mikla einföldun að tala um sigurvegara í stjórnmálum eins og í knattspyrnuleik, Geir gæti talist sigurvegari, ef litið væri til málefna, þótt Gunnar væri talinn hafa sigrað við stjórnarmyndun 8. febrúar 1980.

Síðdegis var fundur í Evrópunefnd.