2.12.2005 11:55

Föstudagur, 02. 12. 05.

Fundaði í Brussel fyrir hádegi meðal annars um aðild ESB að stjórn hættuástandans (crisis management) víða um heim, en hlutur ESB í þessu efni hefur vaxið hratt á skömmum tíma og nú eru fulltrúar þess við störf á 10 hættusvæðum um heim allan.

Ritaði undir aðildarsamning Íslands að evrópsku réttaraðstoðinni (Eurojust) með Michael Kennedy formanni ráðs Eurojust.

Átti fund með norska dómsmálaráðherranum um sameiginleg viðfangsefni.

Flaug frá Brussel til Kaupmannahafnar kl. 17.10 og síðan heim frá Kaupmannahöfn klukkan 20.10 lenti um þremur tímum síðar.

Sá að hæstiréttur hefur komist að niðurstöðu vegna kæru um það hvort Sigurður Tómas Magnússon sé bær til að flytja allt Baugsmálið sem ríkissaksóknari. Málið er að nýju komið í hendur héraðsdómsins.