30.11.2005 10:05

Miðvikudagur, 30. 11. 05.

Var með viðtöl fyrir hádegi eins og venjulega á miðvikudögum en um hádegisbli hélt ég út á Keflavíkurflugvöll og hélt þaðan klukkan 14.15 með Icelandair til Kaupmannahafnar, vélin lenti þar á áætlun kl. 18. 15 og 19.40 tók ég SAS-vél áfram til Brussel - þar þarf maður að ganga lengstar vegalengdir á öllum flugvöllum - því miður var taskan mín ekki með vélinni, sem mér þótti skrýtið, þar sem hingað til hefur mátt ganga að því sem vísu, að þjónusta á Kastrup að þessi leyti sé örugg - þegar ég var að skrá töskuna sem týnda var nokkur hópur manna úr sömu vél sömu erinda, þar á meðal annar ferðalangur frá Íslandi.

Í Berlingske Tidende las ég frásögn af deilum tveggja Pakistana í nýrri borgarstjórn Kaupmannahafnar, sem blaðið segir, að eigi upptök  í flokkadráttum í Pakistan, en meirihluti Ritt Bjerregaard og félaga í borgarstjórninni byggist á því, að Pakistani sagði skilið við Venstre-flokkinn til stuðnings við Ritt og stóð til. að hann fengi háa túnaðarstöðu, en þá reis 19 ára Pakistani í flokki Ritt til mótmæla og var þá hinn sviptur tignarstöðunni, án þess að hann félli frá stuðningi sínum við Ritt og félaga, þannig að meirihluti hefur verið myndaður í borgarstjórn Kaupmannahafnar.