Mánudagur, 27. 11. 05.
Íslensku vefverðlaunin eru árlega veitt vefum sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði. Tekið er á móti tilnefningum almennings á vefnum og dómnefnd skipuð fimm fulltrúum, Vefakademían, fer yfir tilnefningarnar og velur úr þá vefi sem hún telur besta.
Verðlaunin hafa undanfarin ár verið veitt í samstarfi Vefsýnar og ÍMARK en nú verður sú breyting á að verðlaunin eru veitt af ÍMARK og nokkrum aðilum í grasrót vefiðnaðarins, væntanlegum vísi að samtökum vefiðnaðarins. Þetta er í fimmta skipti sem verðlaunin eru veitt og í ár eru það ISNIC, Íslandsbanki, KB Banki og Landsbankinn sem styðja verðlaunin með glæsilegum framlögum.
Söfnun tilnefninga til Íslensku vefverðlaunanna fór fram á þessum vef frá 9. til 16. nóvember og verðlaunin verða svo afhent á lokaðri hátíð í IÐNÓ þriðjudaginn 29. nóvember að viðstaddri Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Líkt og áður eru verðlaun veitt í fimm flokkum:
- Besti íslenski vefurinn
- Besti fyrirtækisvefurinn
- Besti afþreyingarvefurinn
- Besta útlits- og viðmótshönnunin
- Besti einstaklingsvefurinn
- Til verðlauna fyrir besta einstaklingsvefinn hafa þessir verið tilnefndir:
- Við sjáum hvernig fer á morgun, en ég sé, að Margeir St. Ingólfsson hefur einnig komið að gerð vefjarins www.sigurjon.com.