25.11.2005 9:00

Föstudagur, 25. 11. 05.

Flugum til Parísar, sé í fréttum, að rætt er um snjókomu í borginni, en það féllu nokkur korn síðdegis. Mér finnst þægilegra að ganga í þessum kulda um götur borgarinnar en í 30 stiga sumarhita.

Þegar ég fór í með jarðlestinni, fékk ég ekki þá tilfinningu, að öryggisgæsla eða eftirlit væri meira en áður. Fréttir eru hættar að berast af úthverfaupphlaupum og ástandið talið komið í eðlilegt horf, úr því að ekki er kveikt í fleiri bílum en um 100 á nóttu.