13.11.2005 19:33

Sunnudagur, 13. 11. 05.

Flaug heim frá London klukkan 13.00 og lenti í Keflavík rúmlega 16.00. Í bresku sunnudagsblöðunum er mikið rætt um vanda Blairs eftir tapið í atkvæðagreiðslunni á þingi sl. miðvikudag. Einnig mátti lesa þar viðtöl við Sir Christopher Meyer, fyrrverandi sendiherra, og eiginkonu hans, sem verja það, hve berorður hann er í bók sinni um ýmsa breska ráðherra. Frúin segir raunar að það sé sér að kenna, því að henni hafi þótt fyrsta handritið af bókinni svo þurrt og leiðinlegt, að hún hafi beðið hann að gera það dálítið meira krassandi!

Í viðtali við BBC í dag sagði Sir Christopher, að ráðherrar væru kjörnir fulltrúar og yrðu að sæta því, að lýst sé af nokkurri nákvæmni framgöngu þeirra erlendis.