4.11.2005 22:05

Föstudagur, 04. 11. 05.

Var í morgun í Ósló og hélt þaðan í lögregluumdæmið Follo og kynntist reynslu stjórnenda þess af stækkun norsku lögregluumdæmanna, sem þeir sögðu vera mjög góða, þegar litið væri til starfa lögreglumanna.

Flaug heim klukkan 14.05 með Icelandair frá Gardermoen og lenti í Keflavík 15.45.

Fór í Valhöll og kaus í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna.