3.11.2005 22:36

Fimmtudagur, 03. 11. 05.

Hitti í morgun Knut Storberget, nýjan dómsmálaráðherra Noregs, og var síðan á fundum hér í Ósló um dóms- og lögreglumál.

Í dag var einnig tilkynnt um þau áform að stofna innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar og hafa hana hjá sýslumannsembættinu á Blönduósi. Ég hef fengið góð viðbrögð við þeirri ákvörðun.