25.10.2005 18:21

Þriðjudagur, 25. 10. 05.

Í morgun var frétt í hljóðvarpi ríkisins um, að stjórnarskráin í Írak hefði líklega verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um hádegið var hins vegar frétt þess efnis, að stjórnarskráin hefði verið samþykkt. Síðdegis var sagt frá því í sama miðli, að súnnítar teldu svik í tafli en haft var eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna, að framkvæmd kosninganna stæðist allar eðilegar kröfur. Hvers vegna þessar tvíræðu fréttir? Stjórnarskráin var samþykkt og þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um hana var meiri en vænst var. Þessar staðreyndir eru hins vegar í andstöðu við málstað þeirra, sem telja allt á hverfanada hveli í Írak.