Laugardagur, 22. 10. 05.
Var í morgun á setningarfundi kirkjuþings og flutti þar ræðu.
Í hádeginu var ég á fyrsta fundi mínum í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, en hann var haldinn í Valhöll.
Í kvöld var síðan sameiginlegur kvöldverður þingflokks og miðstjórnar í Viðey til að kveðja Ástríði og Davíð. Í ræðu sinni lét Davíð þess getið, að þennan sama dag árið 1961 hefði faðir minn tekið við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en Davíð myndaði fyrstu ríkisstjórn sína á afmælisdegi föður míns 30. apríl 1991.
V/g hélt landsfund sinn og þar var öll forystan endurkjörin í dag með lófaklappi!