Sunnudagur, 09. 10. 05.
Eftir að hafa notið morgunblíðunnar austur í Fljótshlíða og tekið hross af járnum, ókum við í Marteinstungukirkju og sátum messu hjá séra Halldóru J. Þorvarðardóttur, prófasti í Fellsmúla.
Hellisheiðin er greiðfærari, eftir að nýi vegurinn yfir Svínahraun hefur verið opnaður. Var oft tafsamt að aka þann hluta vegarins, sem hefur nú verið aflagður, auk þess sem sú aðferð að hafa þrjár akreinar er til þess fallin að draga úr því að raðir myndist á eftir hægfara bílum. Ég velti því hins vegar fyrir mér, hvernig vegrið á miðjum veginum reynist, þegar snjóa tekur.