25.8.2005 20:15

Fimmtudagur, 25. 08. 05.

Í samráði við mig hefur Margeir St. Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni breytt útliti vefsíðunnar og hleypt henni á vefinn í nýjum búningi í dag. Með breytingunni verður dagbókin meira áberandi en áður og kann ég að fara að nota hana til að segja frá fleiru en því, sem á daga mína drífur.

*

Flaug klukkan 07.45 til Ísafjarðar, þar sem þingflokkur sjálfstæðismanna hittist.

Fórum til Bolgunarvíkur og snæddum morgunverð með bæjarfulltrúum sjálfstæðismanna.

Heimsóttum sjúkrahúsið á Ísafirði, fyrirtækið 3Xstál, þróunarsetrið og háskólasetrið.

Snæddum hádegisverð með bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði.

Funduðum á hótelinu og var rætt um fjárlagafrumvarp komandi árs eins og venja er á sumarfundum þingflokksins. Til að unnt sé að leggja frumvarpið fram í upphafi þings, þurfa þingflokkar ríkisstjórnarinnar að veita henni grænt ljós til þess um þetta leyti árs.

Ég hélt heim með vél klukkan 18. 20.