21.8.2005 15:40

Sunnudagur, 21. 08. 05.

Fór klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju og hlýddi á Matteusarpassíuna undir stjórn Harðar Áskelssonar. Mér þótti ég kannast við mann á fremsta bekk og þegar betur var að gáð sat þar Lord Archer, sá frægi rithöfundur og stjórnmálamaður í Bretlandi, ásamt konu sinni. Ég heilsaði þeim í lok tónleikanna og létu þau í ljós hrifningu með flutninginn.