12.8.2005 22:51

Föstudagur, 12. 08. 05.

Undirtitills

Klukkan 09.00 hitti ég Hans Jesper Helsö, yfirmann danska heraflans, og Haakon Syrén, yfirmann sænska heraflans, og aðstoðarmenn þeirra. Þeir heimsóttu mig í ráðuneytið, þegar þeir áttu hér stutta viðdvöl á leið sinni til Danmerkur frá Grænlandi.

Klukkan 10.00 var ríkisstjórnarfundur og þar var ákveðið að við Árni Magnússon félagsmálaráðherra skyldum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar leiða starf við endurskoðun á stjórnarráðslögum og stjórnsýsluskipan ráðuneyta.