10.8.2005 22:20

Miðvikudagur, 10. 08. 05.

Var síðdegis á fundi að Breiðabólstað í Fljótshlíð með séra Önundi Björnssyni sóknarpresti og Óskari Magnússyni, formanni sóknarnefndar. Var fundurinn haldinn í tilefni af hvatningu minni í ræðu 17. júní, að árið 2007 yrði þess minnst á verðugan hátt, að 200 ár verða liðin frá fæðingu séra Tómasar Sæmundssonar, prófasts á Breiðabólstað og Fjölnismanns.