21.7.2005 21:33

Fimmtudagur, 21. 07. 05.

Klukkan 16.35 héldum við Rut með Futura-vél á vegum Heimsferða til Bologna á Ítalíu, þar sem við lentum rétt fyrir klukkan 23.00 á staðartíma. Það vakti undrun í Leifsstöð hve röðin var löng í innritunarsalnum, án þess að getið væri sérstaklega um sérraðir fyrir viðskiptavini annarra en Icelandair. Við afgreiðsluborð Futura eða Heimsferða var engin röð. Alls staðar tíðkast í afgreiðslusölum flugvalla að hafa á vegg töflu um innritunarborð í vélar mismunandi félaga eða áfangastaða. Er einkennilegt, að slík þjónusta skuli ekki veitt í Leifsstöð.