15.7.2005 22:37

Föstudagur 15. 07. 05.

Klukkan 10.30 hitti ég séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprest í Garðabæ, og lögmann hans Svein Andra Sveinsson. Ég segi almennt ekki frá fundum, sem ég á í ráðuneytinu með einstaklingum eða fulltrúum félagasamtaka, en geri það í þessu tilviki, þar sem sagt var frá fundinum í Fréttablaðinu, var hann þó haldinn með þeim formerkjum, að hann yrði ekki fjölmiðlaefni.