12.7.2005 22:17

Þriðjudagur, 12. 07. 05.

Frétta- og þáttarstjórnendur frá Talstöðinni og Speglinum í hljóðvarpi ríkisins tóku við mig viðtöl um hryðjuverkaárásina á London.

Ég áréttaði þá skoðun mína, að árásin ætti ekki upptök sín í Írak heldur væri hún hugarfóstur einstaklinga, sem hefðu verið heilaþvegnir og snerust gegn eigin samfélagi.