30.6.2005 10:59

Fimmtudagur, 30. 06. 05.

Var klukkan 12.00 á Hvolsvelli og hitti þar Kjartan Þorkelsson sýslumann, Jónas Elíasson prófessor og Magnús Tuma Guðmundsson jarðfræðing. Klukkan 13.00 héldum við af stað með Jens bónda á Teigi í Fljótshlíð, mönnum úr almannavarnanefnd og Guðrúnu Larsen jarðfræðingi og Aðalasteini Eiríkssyni og kynntum okkur jarðfræðilegar minjar og flóð vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls, Ókum við inn með Markarfljóti að vestan verðu þar til við gátum séð Entu-jökul en hann er nyrsta gosstöðin, sem getur valdið flóði. Var komið að nýju til Hvolsvallar klukkan 18.00.