23.6.2005 22:20

Fimmtudagur, 23. 06. 05.

Dagurinn hófst á fundi í danska dómsmálaráðuneytinu. Um hádegisbilið átti ég fund með Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana. Þá fór ég í höfuðstöðvar danska hersins og hitti Tim Sloth Jörgensen vice-admiral, formann herráðs Dana. Síðdegis hitti ég innflytjendaráðherrann Rikke Hvilshöj. Loks fórum við í íslenska sendiráðið á Norðurbryggju í boði Þorsteins Pálssonar sendiherra en Helga Hjörvar, sem veitir menningarsmiðstöðinni þar forstöðu, sýndi okkur aðstöðuna hjá sér.

Flugum heim kl. 19.45 og lentum rétt um 21.00 að íslenskum tíma.