2.6.2005 7:06

Fimmtudagur, 02. 06. 05.

Fór akandi til Lúxemborgar um hádegisbilið, en klukkan 16.30 tók ég þátt í ráðherrafundi vegna framkvæmdar Schengen-samningsins.

Síðan var haldið til Schengen, lítils bæjar í Móseldalnum, þar sem landamæri Þýskalands, Frakklands og Lúxemborgar falla saman, en þar var þess minnst á hátíðlegan hátt, að 20 ár eru liðin frá því að Schengen-samningurinn var undirritaður.

Leikin var tónlist, ræður fluttar og síðan siglt á glæsiskipi um Mósel og snæddur kvöldverður.