30.5.2005
6:49
Mánudagur, 30. 05. 05.
Lagði af stað til Brussel klukkan 07.35 um Ósló með Evrópunefnd. Vélin var sem betur fer á áætlun en aðiens 40 mínútur eru á milli fluga í Gardemoen og þar er ekki stutt leið á milli flugvéla, þegar skipt er í alþjóðaflugi - sérkennilega hannaður flugvöllur eða þjónustan á honum. Við fórum í gegnum Ósló vegna þess að gangi allt samkvæmt áætlun er unnt að ná fundum síðdegis sama dag í Brussel og tókst okkur það, því að við hittum Grétu Gunnarsdóttur og Högna Kristjánsson í íslenska sendiráðinu og fræddumst um samstarf þess við ESB um framkvæmd EES-samningsins.