27.5.2005 17:43

Föstudagur, 27. 05. 05.

Var klukkan 08.30 á Grand hotel á fundi aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi, þar sem ég kynnti áform dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í þessum málaflokki við góðar undirtektir.

Var í samtali við Bylgjuna síðdegis um þau mál, sem rædd voru á morgunverðarfundinum.

Fór klukkan 17.00 í Lýsi en fyrirtækið var að opna nýjar höfuðstöðvar í Reykjavík.

Síðan fór ég á vorhátíð sjálfstæðismanna í Reykjavík í Valhöll.