23.5.2005 20:25

Mánudagur, 23. 05. 05.

Sótti í hádeginu fund í Norræna húsinu, þar sem kynnt var rit um jarðskjálftana miklu á Suðurlandi 17. og 21. júní 2000. Ritið heitir Þá varð landskjálpti mikill og fjallar um samfélagsleg áhrif Suðurlandsskjálftanna í júní árið 2000 og þróun þeirra áhrifa næstu árin á eftir. Höfundar ritsins eru Jón Börkur Ákason, félagsvísindamaður hjá Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi, Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Borgarfræðaseturs, og Ragnar Sigbjörnsson, prófessor við verkfræðideild og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar.  Ég skrifaði aðfaraorð að ritinu. Töluðum við allir á fundinum en Jónas Elíasson prófessor stjórnaði honum.